Svo endaði fanmeilsvikan. En til heiðurs þeim mæta manni sem hóf þetta flipp, þá er hér mitt fyrsta og máske síðasta fanmeilið. Þar sem ég hef ekki fengið nein viðbrögð frá þessum manni síðan í janúar, þá læt ég bara nafnið fylgja með:
Búss er eins og 10$ hóra sem hefur fengið kauphækkun og getur nú farið að spila minigolf milli fullnæginga
sællllll Þórður
Var að lesa bloggið þitt áðan, datt inná það úr leitarorðinu “Kwísker” og gat ekki hætt að lesa þetta sem þú skrifaðir frá 2004
Las svo allt frá 2007……skemmtilega ófeikað rusl…þú ert svona maður sem gæti skrifað um einhvern sem væri að hnýta skóreimarnar sínar og maður hefði unun af að lesa það, um þetta yndislega ómerkilega líf……
Trú, vantrú, gvöð, presta, heilaþvott, kirkjuna…ef maður er alltaf á móti þessu, er maður þá ekki alltaf í rassgatinu á þessu og það er ekki alveg minn stíll að vera aftaná einhverjum prestum, nóg eru þeir nú í rassgatinu á GUDI, orkuuppsprettu sinni(þeir fundu guð en bara vitlausann enda) Mér hefur þótt betur að halda bara mína leið, hef sjálfur allt frá 3ja ára aldri verið á móti prestum, síðan ég þuldi “kúkur, piss” aftur og aftur endalaust meðan presturinn var að skíra bróður minn og svo lét ég ekki fermast, áður en Siðmennt kom til sögunnar, já í árdaga mannsins og ég heyrði rödd af himnum ofan …”Þú ert minn ástfólgni sonur, sem ég hef velþóknun á” og þetta var mín eigin rödd og ég var bara ánægður með sjálfann mig, í leðurjakka meðan allir hinir fengu jakkaföt og engin veisla mar og engir péningar
Mér datt bara í hug að skrifa þér línu, því ég er yfir mig ánægður með það sem þú skrifar, það er einhver náttúrulegur Charles Búkowsky tónn í skrifum þínum, svona “Lets´kill them all” fílingur, varðveittu þennann tón og þú gætir skrifað eitthvað stórkostlegt….já t.d ef til vill um viðbjóðslega unaðslegt ævintýri þitt sem manns á endimörkum tímans, semsagt NÚNA
GLEÐILEGT NÝTT ‘AR
Kveðja
Máni Svansson
Þakka þér Máni minn fyrir smá sprett af bloggflippi.