Skip to content

III. Kreppulausn : Kynlíf, klám, víma og annað

“Afneitun þín er aumkunarverð og þökk sé skynvíkkandi vímuefnum þá sé ég í gegnum þig!”
-Bill Hicks

Stundum slær eitthvað saman hjá sumum lesendum sem gætu séð nokkur umræðuefni vera að þröngva sér í gegnum mín stórfenglegu skrif. Fyrir þá sem eiga erfitt með að setja saman tvo og tvo og fá þrjá þá rembist ég með rautt andlitið við að ræða um klám, kynlíf, kannabis, áfengi, frelsi, frítíma, áhugamál (s.s. kvikmyndir, útivist, tónlist o.fl.) og vinnu. Ég gæti gróflega ályktað að venjulegar manneskjur vilji stunda minnst tvö af þessum átta atriðum í upptalningunni til að teljast sæmilega hamingjusamar. Og ekki má gleyma smámunalegum auðlindum til uppihalds.

Ég væri í það minnsta nokkuð ánægður að geta stundað mína vinnu, neyslu og áhugamál frekar áhyggjulaus undan afskiptum yfirvaldsins. Það er ekki fyrren ég fer yfir strikið með því að angra samborgarann minn á einhvern þann hátt sem hægt væri að túlka skaðlegt gagnvart andlegri og líkamlegri heilsu viðkomandi eða á annan hátt, s.s. með því að slá garðinn hjá honum um miðja nótt, mála bílinn hans röndóttan og skíta í bréfpoka og skilja eftir logandi fyrir framan dyrakamrinn og hringja bjöllunni - þá ætti einhver að grípa í taumana og spurja hvort það sé ekki allt í lagi heima hjá mér. Alvöru lögbrot er eitthvað sem flest allir á landinu geta sammælst um að eigi að vera bannað og sé refsivert: þjófnaður, líkamsárásir, morð, nauðganir og líkamleg, andleg og kynferðisleg misnotkun gagnvart börnum.

Ódyggðirnar kalla

“Það sem mig langar til að gera núna - tja, það sem mig langar virkilega að gera núna er að safna gríðarlega löngu skeggi, flétta það við punghárin á mér og spila á það einsog hörpu.”
-Bill Bailey

En vafamál varðandi hvað ætti einnig að teljast sem alvöru lögbrot eru nokkur. Ætli maður leggi ekki áherslu á þrjú: klám-, hórdóms- og vímugjafamál. Ég, einsog svo rosalega margir aðrir, hef gaman af klámi og kynlífi, aukinheldur hef ég einnig gaman af því neyta vímugjafa einsog alkahóls, kannabiss og sveppa svo fátt eitt sé nefnt og fer ekkert leynt með það ef einhver spyr. En þó ég og aðrir hafi gaman af því að skoða og horfa á klám eða vera í annarlegu ástandi er ekki þar með sagt að maður sé sífullur í einhverju vafasömu vímumóki og hugsandi um lögulegar júllur, blautar kuntur, svera dela og þröng rassgöt allan daginn alla daga.

Það sem angrar mig mest er hvað þetta virðist angra aðra hvað maður gerir í sínum frítíma. Flestir hljóta nú að eiga sér einhverja hugmynd um sína útópíu - fyrirmyndaríkið. Mín útópía er agalega hófsöm. Áhyggjuleysi og frelsi hlýtur að teljast til ansi góðra dyggða hjá góðu þjóðfélagi. Það og að þeir sem með valdið fari hjá þjóðfélagi og fyrirtækjum séu undir stöðugu og ströngu eftirliti frá lögreglu, almenningi og fjölmiðlum meðan þeir eru að vinna en séu þó frjálsir undan því vökula auga í sínum frítíma. Auðvitað.

“Það sem ég er að reyna segja: Um vímuefni, um áfengi, um klám og reykingar og allt annað. Hvað kemur þér það við hvað ég geri, les, kaupi, sé, segi, hugsa, hverjum ég ríð, hvað ég innbyrði - svo fremi sem ég skaða ekki aðra manneskju á þessari plánetu?”
-Bill Hicks

Ég allavega ítreka þá ósk mína að málefni er varða vafasöm vímuefni séu virkilega rædd á skynsamlegan og rólegan hátt. Að viðhorf gagnvart vímugjöfum ráðist virkilega af raunverulegri skaðsemi þeirra. Að vímuefnamál heyri alfarið undir félags- og heilbrigðisráðuneyti. Að meðferðir fyrir þá sem ekki ná að höndla sína neyslu mótist af þeirri staðreynd að við erum ansi mörg og ansi misjöfn. Að í boði séu hreinar sprautunálar til að stemma stigu við lifrarbólgu C, eyðni og öðrum hættulegum smitsjúkdómum og að sprautufíklar fái ráðleggingar frá hjúkrunarfræðingum og/eða læknum. Að leyfilegt sé að rækta eina til tvær kannabisplöntur ef viðkomandi vill. Og þar fram eftir götunum. En ekki með fúnum slagorðum um “eitulyfjadjöfullinn” - enda vísar það í eitthvað yfirnáttúrulegt og að “x (hass, gras, sveppir, kaffi, bjór o.s.frv.) leiði til heróíns” - sem er bara ekkert satt.

Fólkið í landinu sem á hvað mest á hættu að vera refsað fyrir vafasama neyslu eru nær alltaf þeir sem halda vélinni gangandi. Fiskvinnslufólk, ófaglært starfsfólk á stofnunum, smiðir, ræstitæknar, píparar, kennarar og svo framvegis. Fólkið sem fær oftast lítið fyrir sinn snúð og hefur sínar leiðir til að drepa tímann. Mér finnst stórmerkilegt hvað gyllinæðarnar á Alþingi eru gríðarlega tregar til að ræða þetta á alminilegum nótum, með rökum, staðreyndum, rannsóknum og svo framvegis, en mjög töm að grípa í símann og hringja í vælubílinn og lýsa yfir vælandi vandlætingu gagnvart þessum “eiturlyfjadjöfli” sem herjar á börnin. Ef viðhorfið væri frjálslegra þá væru börnum alveg sama. Ef fræðslan væri meiri þá mundu börn líklegast ekki snerta þetta. Eða mundu bíða einsog fræg herferð orðaði það.

Saurlífi og óeðli

“Námsráðgjafinn minn sagði að ég ætti skýra valkosti: ef ég færi ekki í háskóla ætti ég eftir að enda með því að ræna pósthús.”
-Dylan Moran

Svo er það hórugrýlan. Að flytja einstaklinga nauðuga til lands og neyða til hórdóms er án efa refsivert athæfi og því fólki ber að hjálpa á allan mögulega hátt. Ég er samt ekki að tala um það, ég vil einbeita mér að þessu graða fólki (s.s. bæði kyn) sem vilja ríða eða láta ríða sér í skiptum fyrir gjald. Hvað með allar þessar hamingjusömu hórur sem er svo sannarlega sáttar við sitt og væru enn sáttari ef þær væru í verkalýðsfélagi, fengu að fara í reglulega heilbrigðisskoðun og fá viku- eða mánaðarlegan launaseðil? Mér finnst hálfskondið að sumir neita að trúa því að til sé kona eða kall sem eru aksjúallí nokkuð sátt við þessa tilteknu saurlífsiðju sína og talað er um “goðsögnina af hamingjusömu hórunni” einsog hórur hafi ekki, tja, tilfinningar. Ég er með nokkrar álíka goðsagnir líka:

  • Örláti og gjafmildi auðkýfingurinn,
  • Óeigingjarni nískupúkinn,
  • Háskólamenntaði heimskinginn,
  • Rauðhærð, freknótt og feiknarlega flott fyrirsæta,
  • Únglíngur sem elskar foreldrana sína
  • Hófsami heróínfíkillinn sem er líka lögfræðingur

Af hverju að gera það erfitt fyrir t.d. mig að sjúa tittlínga fyrir fimmþúsundkall? Hvað þá að gera það erfitt fyrir þann sem vill láta sjúa á sjer tittlínginn fyrir fimmþúsundkall? Ef ég ætti ekki pening fyrir bjór og væri í stuði til totta einhvern fyrir péningagreiðslu og vísa kvittun til kúnnans - ég mundi kannski hugsa mig tvisvar um. Allavega, mér finnst þetta ekki vera neitt tiltökumál en ég ítreka að það er gífurlegur munur á nauðungaportkonum og portkonum sem sækjast eftir þeirri iðju. Rétt einsog það er töluverður munur á vatni og kóki, hassi og heróíni, klámi og barnaklámi.

En svo er það klámið. Klám það er… mmmm… það er svo gott.

“Annars, skegg og dóp fær mig til að tala um Talíbana; voru þeir virkilega svona tornæmir eða voru þeir bestu hugsuðir fjórtándu aldar? Engin virðist vita það og öllum er sama. Þetta er hugmyndafræði sem gengur varla upp, er það? Þetta var bara barið saman úr mismunandi trúarkerfum. And-vitsmunadýrkun frá rauðu Khmerunum, trúarlegar ofsóknir frá nasistunum, skylduskeggsöfnun úr heimi þjóðlagatónlistar, og svo aðskilnaður og niðurlæging kvenna tekið frá golfheiminum.”
-Bill Bailey

Vitaskuld er ég gjafmildur að vanda og veiti ykkur áheyrn hjá Hollenthon af plötunni Opus Magnum, en lagið er hið magnaða Son of Perdition.