Skip to content

IV. Kreppulausn : Ráfandi villtur í vangaveltum

“Það er satt að ég hef áður talað um það að skrifa bók, en það er nú svo að allir sem þú talar við eru með á döfinni að skrifa bók.”
-Dylan Moran

Ég geri mér ágætlega grein fyrir því að þessar pælingar, vangaveltur og hugmyndir eru dálítið á reiki og eilítið stefnulaust. Það mætti jafnvel ganga svo langt og kalla þetta raus! Fokk, förum alla fokking leið. Þetta er bölvað þvaður! En þó er ekki hægt að neita þeirri ískaldri staðreynd að þetta eru afbragðsskemmtileg skrif, oft firna vel orðað og veitir eflaust sumum þann dýrindismunað að geta brosað útí kampinn, jafnvel hlegið.*

Sú tilhugsun gladdi mig svo mikið að jafnvel mitt bleksvarta tinnusteinshjarta kipptist ögn við eftir að úraníumskertur krabbameinsblóðdropi skaust í gegnum magnesíumhúðuðu kransæðarnar og beint í eitt hjartahólfið þar sem það fuðraði upp útaf eldi og brennisteini sem fyllir þetta ómanneskjulega líffæri. Ég græt blásýru vitandi það að einhver einhverstaðar skimaði yfir skrifin mín og lét glitta í tennurnar fyrir framan skjáinn. Það er ánægjulegt.

En einhverstaðar í þessum vanskapaða, glaðlynda og litríka vaðalstrefli leynist einhver blóðrauður þráður**, eitthvað tiltekið atriði sem mig langar gjarnan til að hamra betur á, helst reka þann nagla í ennið á einhverjum. Einsog mér. Þetta byrjaði með dröggbösti.

HALTU KJAFTI HIPPI!

Fjárhagsstaða landsins er slæm, virðist vera. Verulega slæm. Virðist vera segi ég því fjárhagurinn minn hefur alltaf verið slæmur og gæti vissulega orðið verri. Ég á engar eignir og mér hefur alltaf fundist ég skuldugur svo þetta breytir litlu fyrir mig. Það sem ég á við er að ég hef ekkert beinlínis fundið fyrir þessari kreppu að undanskildu því að ég get ekki selt úr sjóðnum sem ég er að borga smá ölmusu í á hverjum mánuði í bankann útaf því að við megum ekki stunda hlutabréfaviðskipti. Ég kann ekkert með peninga að fara og hef nær ætíð verið í illa launaðri vinnu. En mér hefur eiginlega oftast verið alveg sama - enda hippi með fjarstæðukennda drauma. Það kemur samt betur í ljós í næsta mánuði hvort ég verð í dýpri skít en vanalega og hvort að sá djúpi skítur neyði mig til að leita nýrri leiða til að hafa ofan í mig og á. Kannski ég verði bara frægur og ríkur, það virðist virka fyrir flest alla Íslendinga sem fá sér aðgang að moggabloggi og jútjúb.

Það sem mér finnst oft vera einkennandi við fátækar og skuldugar þjóðir er hvað oft er níðst á lítilmagnanum með það að hugsjóni að verið er að verja almúgan frá honum sjálfum. Eða álíka vitfirring sem aðeins stropaðir stjórnmálamenn geta kokkað upp. Það sem ég hef talið upp er einmitt hluti af þeirri almúgavörn, en það er bann við: hórdómi, klámi og hverskyns vímuefnum nema áfengi og tóbaki. Tja, jú vissulega kemur það fyrir að áfengi er bannað, eða bara bjór og svo eru auðvitað til galið fólk sem vill banna tóbak bara því það er heilsuspillandi. En svoleiðis fólk er það sem það er: snargeðveikt!

Eitt besta íslenska dægurlagið sem samið hefur verið er Bjór með Fræbbblunum og inniheldur eitt skemmtilegasta skot gegn stjórnmálamönnum sem á sér enn fastan hljómgrunn i dag: Þeir segja að ég hafi vit til að velja þá en ég hafi ekki vit til þess að hafa vit fyrir mér. Sterkara og skýrara verður ekki kveðið. Stutt, einfalt og skorinort. Íslendingar eru, svo fremi sem ég veit, sæmilega upplýst þjóð og oftast áhyggjulaus. Við erum aö öllu jöfnu nokkuð vel lesin og ágætlega menntuð.

BLA, BLA, BLA?

Evrópusambandið: fimmhundruð milljón manns, tvo hundruð tungumál - og engin hefur hugmynd um hvað verið er að segja við hvert annað!
-Eddie Izzard

Þegar kemur að ýmsum málefnum, s.s. dóp, saurlifnað og öðru, þá erum við svo svart/hvít, við/þeir, KR/Chelsea, að það virðist vera nær ómögulegt að gera hina minnstu tilraunir til málamiðla. Þetta kemur mér svo á óvart því við erum ekki nema rúmlega þrjúhundruðogtuttuguþúsund manns sem hýrum hér á þessu skeri. Vissulega eru margir ólíkir hópar sem búa hérna, auðvitað. Og stærð þarf ekki að skipta öllu. En við erum bara ekkert svo mörg!

Það eru ekkert allir með sömu lífsskoðun eða siðferði og ef við gætum nú troðið öllum draumalöndunum sem þessir mismunandi hópar eru með í huga þá væri þetta nú alveg agalega abstrakt og súrjeal land og algjör martröð fyrir túrista. Álver úr torfi og hvalabeinum, klámhundum hent í Drekkingahylin og pæklaðar pizzur og hlandmigin hamborgari til hátíðarbrigða.

Landið er samt nógu stórt til að rúma allar þessar ólíku lífskoðanir og -stíla án þess að þjóðfélagið sé nauðsynlega mótað beinlínis og algjörlega eftir því. Hvað er ég að meina? Ég er að drukkna í orðum hérna. Hér ættu íbúar að geta talað um kosti þess að vera edrú og vímuefnalaus án þess að fullt og uppdópað fólk annarstaðar angri það á einhvern hátt. Trúað fólk ætti alvega að geta tilbeðið sína guði jafnvel þó að samfélagið sé algjörlega sekúlar. Femínistar gætu haldið áfram að predika um hlutgervingu kvenna á meðan í næsta húsi er kelling með partíbelti að punda einhvern hórkarlinn. Og hippar geta mætt til dyra með jónu í kjaftinum til að borga fyrir kínverska matinn sem pantaður var til að kjamsa á yfir Clash of the Titans án þess að eiga í hættu að sendillinn hringi í lögregluna. Öllu þessu fólki væri svosum slétt sama hvað þú gerir í þínum frítíma en hefur blessunarlega það frelsi til að hafa sínar skoðanir og frelsið til að hafa áhrif á skoðanamyndun með því ræða málin á yfirvegaðan hátt. Það væri þjóðfélag sem ég mundi fíla þokkalega.

MILLIFYRIRSAGNFRÆÐINGUR

“Max Limur! Hvar er víbradorinn minn!”
“Þar sem ég skildi hann eftir síðast elsku mamma! Uppí rassgatinu á þér!”
“Ó Max Limur minn, þú ert besti sonur sem móðir getur átt!”
“Já! Snúðu þér við ég ætla punda í tussuna á þér!”

Sadómasó Reykjavík (2011)

Að gera þjóðfélagið þægilegt fyrir rétt rúmlega alla og ögn meira til og halda því þannig ætti að vera takmark hvers lands. Þægilegt er auðvitað ekkert fullkomið. En fullkomið þjóðfélag er fráleitt markmið. Viðmiðunin ætti að vera… mjaaaa… fokking Kanada! Eitthvað hljóta þau að vera gera skynsamlegt þar og það sem stjórnvöld í Kanada virðist vera gera rétt er setja skynsamleg lög, hafa strangt eftirlit með eftirlitinu. Stjórnmálafólk þar (og líka í Noregi, Svíþjóð, Finnland, Danmörk svo fátt eitt sér nefnt) taka ábyrgð á sínum gjörðum og ákvörðunum þannig að þeir segja af sér ef þær ákvarðanir eru verulega fokking slæmar og biðjast jafnvel opinberlega afsökunar. Stolt er eitthvað sem þetta íslenzka stjórmálalið með kukk í kollinum ætti að læra að kyngja einsog brundinu frá auðjöfrunum sem þeir hafa vanist svo að þetta ódælispakk er byrjað að setja það útá morgunkornið sitt og hræra það með í kakóinu sínu.

Maður gæti eytt einhverjum aukalegum orðum til að mæra Kanada en þá er nú hættan sú að vitsnautt fólk á eflaust eftir að halda að mér finnist Kanada vera upphaf og endir á öllu sem best er. Þegar fólk reynir að hugga sig með því að segja eitthvað fallegt um ze faderland einsog “En náttúran er þó falleg!” þá á ég hugsanlega eftir að segja “Já, það má vel vera en þetta er nú alls ekkert Kanada!” eða “Tussurnar hérna eru nú tussuflottar!”, “Já!” segi ég, “En tussurnar í Kanada hafa Canada´s Next Top Model! Hvað höfum við? Singing Bee?”

Stundum finnst manni einsog stór hluti stjórnmálamanna hér á landi séu rúmlega tuttugu árum á eftir öllum hinum í ýmsum málum og nenna ekkert að spá í öllu hinu en hafa þó alltaf tíma til að sefa þessa þjóð sem er með gríðarlegan athyglisbrest og miðlungsháa monnímaníu sem treysta því að þeir sem meira og minna sjá um fjármálin okkar fari vel með peningana svo að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að líða skort. Það er náttúrulega óskandi að eitthvað breytist í kjölfarið á þessari kreppu, þ.e. breytist til hins betra.

HAHA! NEI, BARA DJÓK!

“Skrýtið hvernið lífið getur breyst. Í kvöld er ég að drekka vatn. Fyrir fjórum árum? Ópium. Dag og nótt, vitiði?”
-Bill Hicks

En ég ætla leyfa mér þann merkilega munað að vera svartsýnn að vanda sérstaklega varðandi þá spá um breytta og betri tíma því það er nær öruggt að einhver skuggalegur skíthæll á eftir að birtast og misnota traust þjóðarinnar verr en hinn hæpóþetikal graði glæpon sem ég hef áður minnst á. Og ætlum við þurfum þá ekki flest öll að panta tíma hjá Stígamótum þegar sá píramídasvindlari verður búinn að hamra okkur öll í taðgatið að okkur forspurðum (s.s. nauðgað)?

Nema gerðar verðar fyrirbyggjandi aðgerðir einsog þónokkrir aðilar hafa stungið uppá. Ég þykist vera algjör grándbreiker og kem með fleiri uppástungur: Að aðilar sem sækjast eftir valdastöðu, s.s. ráðherra-, sendiherra- og seðlabankastjórastöðu*** þyrftu að taka stöðluð próf þar sem athuguð væri þekking viðkomandi á fögum einsog: sögu, félagsfræði, tungumál, stærðfræði, heimspeki og hagfræði - aukinheldur prófaður á sviði gagnrýnnar hugsunar og almenna rökhugsun og auðvitað væri lokanaglinn ítarleg læknisskoðun; hvort að viðkomandi sé með einhverja geðsjúkdóma, s.s. siðblindu, geðklofa og svo framvegis eða hvort að eitthvað heilaæxli gæti verið að hafa áhrif á hegðun og gjörðir viðkomandi. Ef tilvonandi stjórnmálamaður stenst ekki þessar kröfur (sem væru í stöðguri þróun á vegum valdra háskólaprófessora) þá fær hann bara rauðan stimpill “Óhæfur til mikilvægra verka” og sendur aftur á bensínstöðina til að manna dælurnar.

Septicflesh eiga lag dagsins: Persepolis af plötunni Communion.

——-Þegar það er stjakað við mann
—-verða dráp einsog að draga andann

———--John RAMBO

* þessi sjálfsfróun var í boði blogdodds, verði ykkur að góðu.
** blóðrauður því hann er tvinnaður úr skapahári ljóshærðra hreinna meyja á túr
*** þ.e.a.s. ef þessir titlar verða þeir sömu eftir byltinguna - langar
frekar að sjá titlana Landsþegn eyjaskeggja, Sjóræningji og
Verndari gullnu doblúnunnar í staðinn