Skip to content

V. Kreppulausn : Að hlusta og taka mark

Við borgum öll fyrir lífið með dauða, svo allt inná milli ætti að vera frítt.
-Bill Hicks

Þó það geri það hjá sumum ráðamönnum þá snýst lífið ekkert eingöngu um dóp, dröösslur og blíngblíng. Fólk sem varar við ýmsum hættum er ekki að gera það útaf öfundsýki, jafnvel þó það sé erlent. Það gæti nefnilega verið eitthvað til í því þegar þjóð eyðir gífurlegum fjármunum í drösslur og blíngblíng, en eyðslan samsvarar ekki hagnaði, að eitthvað slæmt eigi eftir að gerast. Til dæmis að peningarnir klárast, lántaka eykst til að kaupa meira blíngblíng.

Mér finnst það enn merkilegt að þegar baunateljarnir í baunalandi hófu upp raust sína þá var ekki hlustað á þá og með gífurlegum PR-múvum og vafasömum blaðagreinum reynt að lita þeirra fríu fjármálaráðleggingar sem eitthvað illa innrættur hatursáróður og öfund. Baunarnir voru ekki þeir einu, skoski bankinn hafði eitthvað um þetta að segja og fjármálaspekúlantar víðsvegar bentu á yfirvofandi hættu. “Bull!” jörmuðu hinir íslensku fjármálasauðir í kór.

Það var frekar tekið mark á því hvað fjármálaspekingar í einu skuldugasta landi í heimi er hafa eina asnalegustu fjármálastefnu nokkurntímann - Bandalag Norður-Ameríku - höfðu að segja. Þessi lönd sem eru með frekar stranga og ábyrga fjármálastefnu vita ekkert hvað þau eru að gera og hafa ekki hugmynd um hvað þau er að tala, til dæmis Kanada. Nei, miðum okkur við Bandaríkin því það er svo rökrétt.

ÖGRANDI SKUÐAR

Reykingarfólk segja alltaf: “Er þér sama þó ég reyki? Nú, er það? Ókei, þá fer ég bara út og fæ mér rettu.” Rasistar þurfa aldrei að segja: “Er þér sama þó ég sé rasisti? Ó, þá fer ég bara út… fjandans blámenn, ha? Koma hingað, stela hömstrunum okkar…
-Eddie Izzard

Máske að eina ástæðan af hverju þessir kónar komust upp með þetta var útaf því þeir litu svo vel út. Voru með lúkkið á hreinu og með alveg hreint djöfulli fínar dröössslur og blíngblíng, eflaust verulega víraðir á kókaíni líka. Það er nefnilega næstum það eina sem skiptir máli í þessum frekar Hollívúdd-sósaða heimi að líta bara nógu assgoti vel út, þá ættirðu að geta komist með allan andskotan.

Íslenskir auðkýfingar og útrásarfólk gátu ekkert, og geta ekki, hagað sér einsog nýríkar ofurstjörnur á borð við MC Hammer eða Mike Tyson endalaust. Viðmiðunin á ekki að vera bótóxbeljurnar í Beverly-hæðum eða lýtalæknar í Appelsínuhéraðinu. Að vera úr tengslum við veruleikan hefur sjaldan gert fólki gott og það er heldur ekkert agalega gott að vera vitur eftir á einsog er nú móðins hjá ráðandi öflum. Veit ekki hvort það er huggun harmi að hinn skítlegi skríll sem spanderaði seðlunum hafa álíka gott fjármálavit og ég. Þ.e. ekkert.

Og ekki eru þessir fyrrum bankastjórar, auðkýfingar og útrásapakk til þess að bæta ástandið, onei. Af einhverjum annarlegum hvötum finna þeir sig knúna til að monta sig meir af auðæfunum nú en nokkru sinni fyrr og glæsivillur á þeirra vegum spretta upp einsog gorkúlur útum hvimpinn og hvampinn. Af hverju eru þeir að ögra almenningi svona? Þetta getur ekki verið annað en illkvittni, maður á bágt með því að trúa því að hugsunarhátturinn sé á þessa leið:

“Aahhhh… eftir allt þetta streð að koma landinu í skuldafen sem mun taka mörg ár, jafnvel áratugi, að draga það uppúr þá á ég nú skilið eina skitna sexhundruð fermetra villu með litlum dýragarð og sirkús til að narra til mín ung börn svo ég geti nauðgað þeim í rassgatið og ímyndað mér að litlu krílin sé allur almenningur landsins! Hahaha! Ég er svo frábær!”

Eða kannski er það ekkert svo fjarri lagi.

RÆFLARNIR VIÐ

Ég er ekki baráttumaður, ég er blæðari
-Dylan Moran

Nú er verið að neyða sumt fólk, sem annars hefði ekkert hugsað útí það, að fara hugsa. Jafnvel lesa og, verst af öllu, láta í sér heyra á einhvern hátt s.s. með bloggi eða blaðaskrifum - jafnvel hringja í útvarpið. Fólk sem hefur borið traust til stjórnvalda í öll þessi ár, jafnvel þó það hafi valið annan flokk, og sem almennt treysti því að þarna væru fagmenn á ferð. Annað hefur pínlega komið í ljós. Það verður sérstaklega hvimleitt þegar maður verður vitni af því þegar haugur af liði sem hefur aldrei áður hugsað, lesið eða tjáð sig á neinn annan hátt nema um veðrið verði reitt. Það mun stama útúr sér einhvern pirring.

Það væri óneitanlega magnað ef stór hluti þjóðarinnar, einsog er á óskalista ýmsra spekúlanta einsog t.d. Dr. Gunna, mundi nú sýna reiði í verki. Óneitanlega magnað, en agalega óraunhæft þar sem við erum alveg gífurlega bæld þjóð sem bíður alltaf eftir að næsti maður geri eitthvað sem sömuleiðis bíður eftir að þú gerir eitthvað og þannig gengur það þar til einhver gerir eitthvað en þá er það bara ekki nógu gott eða það er of kalt eða of langt í burtu. Þetta eitthvað sem um er rætt er til dæmis mótmæli.

En munum við taka mark á varúðarorðum hagfræðinga af erlendu bergi brotnu í framtíðinni? Vonandi. Það væri óskandi ef hið svokalla fjórða vald mundi athuga gaumgæfilega þær yfirlýsingar sem berast utan landsteinana eru marktækar með því að skoða gögnin líka og fá þá endanlega staðfestingu á því hvort viðkomandi spíks da trúþ jó eða er bara plein vakk hóms! En fjölmiðlafólk hérna eru jafnbæld og við hin. Svo þjóðin á eflaust eftir að spóla í sömu hjólförunum áður en árið er liðið.

Öss, ég er að verða alvarlegur maður! Ekki boðar það nú gott. En kannski ég bæti aðeins úr því með þessu líka gríðarlega fjörugu lagi með The Monolith Deathcult er heitir Kindertodeslied!